Í lok september fóru nemendur í Útivistaráfanganum í sólarhringsferð í Skorradalinn og gistu eina nótt í skátaskálanum. Veður var gott og haustlitirnir ríkjandi. Mikið var um útiveru og göngu og kíkti hópurinn meðal annars á eyðibýlið hjá Þórði í Haga. Grillaðir voru hamborgarar og sykurpúðar og um kvöldið var tekið í spil.

Please publish modules in offcanvas position.