Tæknimessa verður haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands fimmtudaginn 10. október og er von á um 700 nemendum úr efstu bekkjum grunnskólanna á Vesturlandi auk starfsfólks skólanna. Tæknimessur hafa verið haldnar í FVA frá árinu 2016 með það að markmiði að kynna fyrir nemendum það námsframboð sem í boði er á Vesturlandi á sviði iðngreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum. Skipulagning Tæknimessu 2019 er á lokametrunum en eins og venjulega má vænta þess að líf og fjör verði í skólanum þennan dag þegar hópar grunnskólanema mæta til að kynna sér námsframboð og störf í iðn- og tæknigeiranum. 

Please publish modules in offcanvas position.