Næstkomandi miðvikudag, þann 2. október, verður forvarnardagurinn haldinn í fjórtánda sinn. Af því tilefni hefur heilsueflingarteymi FVA skipulagt ýmsa viðburði alla þessa viku og kennir þar ýmissa grasa. Í löngu frímínútunum í dag verður boðið upp á jóga og slökun á sal skólans með Helgu Guðnýju, jógakennara. Eftir skóla í dag munu þær Gréta og Kristín Edda leiða nemendur og kennara í göngu á Akrafjall og er mæting á bílastæðið við Akrafjall kl. 17:30. Dagskráin í heild sinni er að öðru leyti sem hér segir og eru allir viðburðirnir ætlaðir bæði nemendum og starfsfólki, nema annað sé tekið fram:

Mánudagurinn 30. september
9:25-9:40 – Jóga og slökun á sal - Helga Guðný
17:30 – Ganga á Háahnjúk með Grétu og Kristínu Eddu

Þriðjudagurinn 1. október
12:30-13:00 - Heilsufarsmælingar – Íris og Kristín Edda
Næringarráðgjöf - Gréta
Ávextir og engiferskot – nefndin
Róðrakeppni starfsfólk vs nemendur - Sævar
20:30 - Fimleikakvöld fyrir nemendur skólans í gamla ÞÞÞ húsinu á Dalbraut

Miðvikudagurinn 2. október - Forvarnardagurinn
9:30-10:00 - Fyrirlestur á sal – Anna Lilja Björnsdóttir frá Kvan
15:00-16:00 - Miðvikudagsfundur – Jakkafatajóga  - Allt starfsfólk skólans!

Fimmtudagurinn 3. október
12:30-13:00 - Núvitund í stofu B-207 - Íris

Föstudagurinn 4. október
9:25-9:40 - Eltingaleikur um skólann -  Sóley, Snær, Eyrún

Please publish modules in offcanvas position.