Fjölbrautaskóli Vesturlands og Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi hafa endurnýjað samkomulag sín á milli um fyrirkomulag heilbrigðisþjónustu sem veitt verður nemendum skólans skólaárið 2019-2020. Samkvæmt því mun Íris Björg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur áfram sinna starfi skólahjúkrunarfræðings.

Verkefni skólahjúkrunarfræðings eru að:

  • Aðstoða nemendur vegna veikinda á skólatíma og veita fyrstu hjálp ef slys verða.
  • Bjóða upp á viðtalstíma fyrir nemendur vegna hvers kyns heilsufarsvanda.
  • Vera tengill milli skólans og nemenda með heilsufarsvanda og eftir atvikum forráðamanna þeirra.
  • Aðstoða nemendur og vera þeim til ráðgjafar varðandi það að leita frekari aðstoðar innan heilbrigðiskerfisins.

Einnig er skólahjúkrunarfræðingur þátttakandi í verkefninu „Heilsueflandi framhaldsskóli“ og tekur þátt í samráði um heilbrigðismál við aðrar stofnanir eftir atvikum. Skólahjúkrunarfræðingur hefur fasta viðveru í skólanum tvisvar í viku og er hægt að bóka viðtal hjá henni í gegnum Innu eða mæta á staðinn. Sjá nánar um þjónustu skólahjúkrunarfræðings hér.

 

Please publish modules in offcanvas position.