Undanfarin ár hafa iðn - og starfsnámsskólar á Íslandi sameinast um útgáfu blaðsins 2020 og hefur því verið dreift til foreldra og forráðamanna nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskólanna. Markmið útgáfunnar er að kynna iðn- og tækninám fyrir foreldrum og ungmennum. Í vor leit nýtt tölublað dagsins ljós og inniheldur það fjöldan allan af greinum og fréttum af skólastarfi iðn- og starfsnámsskóla landsins. Í blaðinu eru tvær greinar frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Fjallar önnur um aðkomu nemenda á iðn- og verknámsbrautum að uppsetningu söngleiksins Rock of Ages, sem leiklistarklúbbur NFFA setti upp í vor. Hin greinin fjallar um þróun áfanga í Mechatronic við rafiðnadeild skólans. Blaðið er nú aðgengilegt á vefnum og hægt að lesa það með því að smella á það hér að neðan.

blaðið 2020

Please publish modules in offcanvas position.