Fjölbrautaskóli Vesturlands var settur í morgun kl. 10 á sal skólans. Voru nýnemar þá sérstaklega boðnir velkomnir og eftir stutta kynningu á sal var hópnum skipt í lið sem öttu kappi í ratleik sem fór fram víðsvegar um byggingar skólans. Í leiknum fengu nemendur að leysa ýmsar þrautir sem tengjast náminu, starfsfólki, þjónustu og starfsemi FVA. Lauk dagsskránni með sameiginlegum hádegisverði í mötuneyti skólans. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 19. ágúst kl. 8:30.

Stundatöflur og námsgagnalistar eru nú sýnilegir í Innu. Bókaverslunin Eymundsson, Dalbraut 1, Akranesi annast bóksölu fyrir nemendur FVA og þar er einnig búið að opna skiptibókamarkað.

Nýnemum og forráðamönnum er bent á að í Foreldrahandbók FVA er að finna svör við ýmsum þeim spurningum sem eflaust vakna í upphafi skólagöngunnar.

Please publish modules in offcanvas position.