Fimmtudagurinn 15. ágúst. 

Heimavist skólans opnar kl. 17:00. 

Föstudagurinn 16. ágúst. 

Skólinn verður settur kl. 10. Nýnemar sem luku grunnskóla nú í vor eiga að mæta á skólasetninguna. Aðrir nemendur eru einnig velkomnir sem og foreldrar og forráðamenn. Að skólasetningu lokinni verður sérstök dagskrá fyrir nýnema sem luku tíunda bekk í vor. Dagskránni lýkur um kl. 14.  

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda í INNU kl. 10 og á sama tíma verður opnað fyrir óskir um töflubreytingar í INNU.  Minnt er á að nauðsynlegt er að hafa íslykil eða rafræn skilríki til innskráningar.

Mánudagurinn 19. ágúst.

Kennsla hefst skv. stundaskrá kl. 8:30.

Þriðjudagurinn 20. ágúst.

Lokað verður fyrir óskir um töflubreytingar kl. 11. Þeir sem óska eftir frávikum frá skólasóknarreglum, undanfarabrot og/eða árekstur í töflu sækja um á eyðublöðum sem er að finna á skrifstofu skólans og frestur fyrir þessar umsóknir er til kl. 16.

Þriðjudagurinn 27. ágúst.

Kynningarfundur á sal skólans fyrir nemendur sem hefja nám í dreifnámi í húsasmíði eða vélvirkjun. Fundurinn hefst kl. 17:00.

 

Í INNU geta nemendur séð lista yfir þær bækur sem þeir munu nota á önninni. Bókaverslunin Eymundsson, Dalbraut 1, Akranesi annarst bóksölu fyrir nemendur FVA.

Please publish modules in offcanvas position.