Síðastliðinn laugardag voru 74 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14.

Við athöfnina flutti Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari annál vorannar 2019. Ylfa Örk Davíðsdóttir nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema og rifjaði upp eftirminnileg augnablik skólagöngunnar. Einnig ávarpaði Helga Braga Jónsdóttir, fyrrverandi nemandi skólans, útskriftarnema á þessum tímamótum. Þau Bergdís Fanney Einarsdóttir, Ólöf Gunnarsdóttir og Edgar Gylfi Skaale Hjaltason önnuðust tónlistarflutning við athöfnina og Elena Valladares Ramirez flutti kveðjuorð, en hún hefur verið skiptinemi við skólann í vetur.

Eftirtaldir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

 • Aðalbjörg Egilsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í líffræði (Íslandsbanki) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skólans og Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Agnes Rós Sveinbjörnsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Amelija Prizginaite fyrir ágætan árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Arna Berg Steinarsdóttir fyrir ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Atli Teitur Brynjarsson fyrir ágætan árangur í spænsku (VS Tölvuþjónusta), ágætan árangur í stærðfræði (Skaginn 3X), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi (Háskólinn í Reykjavík).
 • Bergdís Fanney Einarsdóttir fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Mála- og menningardeild Háskóla Íslands), ágætan árangur í stærðfræði og raungreinum (Faxaflóahafnir), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í íþróttum (Omnis Verslun). Einnig hlaut Bergdís verðlaun úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum og Menntaverðlaun Háskóla Íslands sem eru veitt nú í annað sinn til allra framhaldsskóla landsins, ein verðlaun til hvers skóla. Bergdís fær verðlaunin fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi og fyrir árangur á sviði íþrótta.
 • Birta Margrét Björgvinsdóttir fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún starfaði meðal annars í stjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Bjarney Helga Guðjónsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku og ensku (Rótarýklúbbur Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í líffræði (Meitill GT Tækni) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum, en hún var meðal annars ein af formönnum Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Bryndís Jóna Hilmarsdóttir fyrir framfarir í námi (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Elísa Sjöfn Reynisdóttir fyrir ágætan árangur í tréiðngreinum (Trésmiðjan Akur) og hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms (Zontaklúbbur Borgarfjarðar).
 • Fríða Halldórsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Þýska sendiráðið) og ágætan árangur í stærðfræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Halldór Vilberg Reynisson fyrir ágætan árangur í málmiðngreinum (Blikksmiðja Guðmundar) og fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir).
 • Helena Dögg Einarsdóttir fyrir ágætan árangur í spænsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands) og ágætan árangur í líffræði (Gámaþjónusta Vesturlands).
 • Hugi Berg Þorvaldsson fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Júlía Rós Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í líffræði (Soroptimistasystur á Akranesi).
 • Karen Þórisdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Penninn Eymundsson) og ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands).
 • Kristmann Dagur Einarsson fyrir ágætan árangur í viðskiptagreinum (Landsbankinn).
 • Ólöf Gunnarsdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði (Efnafræðifélag Íslands), ágætan árangur í líffræði (Elkem Ísland) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var meðal annars ein af formönnum leiklistarklúbbs skólans og Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Sólveig Erla Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (Fjölbrautaskóli Vesturlands), ágætan árangur í efnafræði (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún var ein af formönnum Góðgerðafélagsins Eynis (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Ylfa Örk Davíðsdóttir fyrir framúrskarandi árangur í greinum sem tengjast heilsu (Embætti landlæknis), fyrir ágætan árangur í ensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og fyrir góð störf að félags- og menningarmálum en hún starfaði meðal annars í stjórn nemendafélags skólans (Minningarsjóður um Karl Kristin Kristjánsson).
 • Þórhildur Arna Hilmarsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku og dönsku (Verkalýðsfélag Akraness), ágætan árangur í íslensku (Fjölbrautaskóli Vesturlands) og ágætan árangur í efnafræði og líffræði (Gámaþjónusta Vesturlands).

Atli Teitur Brynjarsson hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2019.

Námsstyrk Akraneskaupstaðar hlutu þau Atli Teitur Brynjarsson og Halla Margrét Jónsdóttir.

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Lauk athöfninni svo á því að viðstaddir risu úr sætum og sungu Nú er sumar, sem er erlent lag við ljóð Steingríms Thorsteinssonar.

SH4A0821

Frá útskriftarathöfn Fjölbrautaskóla Vesturlands 25. maí 2019

SH4A0925

F.v. Dröfn Viðarsdóttir aðstoðarskólameistari, Ágústa Ingþórsdóttir skólameistari og
Atli Teitur Brynjarsson dúx FVA

Please publish modules in offcanvas position.