Í dag lýkur svokölluðum námsmatsdögum hér í FVA en þar sem fjölmargir áfangar eru nú símatsáfangar og nemendur þreyta mun færri lokapróf en áður tíðkaðist hafa námsmatsdagar leyst hið hefðbundna prófatímabil af hólmi. Á námsmatsdögum hafa nemendur fengist við fjölbreytt verkefni sem mörg hver eru í stærri kantinum. Til að mynda hafa nemendur í næringarfræði verið að vinna verkefni um sjúklingatilfelli þar sem þeir fengu tækifæri til að nýta þá þekkingu sem þeir hafa aflað sér í áfanganum, um næringu og sjúkdóma annars vegar og næringu á æviskeiðunum hins vegar, til að leysa ýmis raundæmi og æfa sig í næringarráðgjöf. Í íslensku og sögu hafa nemendur svo unnið að gerð borðspila sem reyna á þekkingu leikmanna á efni áfanganna, eins og sjá má á þeim myndum sem hér fara á eftir.

20190515 132559

Nemendur í íslensku prófa borðspil úr efni áfangans

60896589 867059486991600 2379218857563783168 n

Lönd Afríku voru viðfangsefni spilagerðar þessa hóps

60578356 1017558338437490 4014148568817336320 n

Söguspilið Kreppuklandur

 

 

Please publish modules in offcanvas position.