Í dag halda útskriftarnemar skólans sitt lokahóf, dimissjón. Þau byrjuðu daginn á því að bjóða kennurum og starfsfólki skólans upp á dýrindis morgunverð á sal skólans og eftir nokkurt sprell innanhúss þar sem litið var við í kennslustundum og ýmsar þrautir leystar héldu þau af stað til Reykjavíkur þar sem dagskrá mun standa yfir í allan dag. Dagskránni lýkur svo í kvöld með dansleik á Gamla Kaupfélaginu.

20190430 082121 dimmi2

20190430 082115 dimmi3

 

Please publish modules in offcanvas position.