Föstudaginn 5. apríl fóru nemendur í málmiðnum á ný í vettvangsferð, að þessu sinni til fyrirtækjanna Hamars og Elkem Ísland á Grundartanga. Í járnblendiverksmiðju Elkem var vel tekið á móti hópnum, farið var yfir öryggisatriði og allir fengu hlífðar- og öryggisfatnað áður en verksmiðjan var skoðuð. Nemendur fylgdust til að mynda með því hvernig töppun er framkvæmd og fengu kynningu á störfum vélvirkja á svæðinu. Hópnum var svo boðið upp á páskaegg áður en haldið var yfir til nágrannanna í Hamri.

Vélsmiðjan Hamar sér meðal annars um að þjónusta tæki og tól fyrir Elkem Ísland og þar vinna að jafnaði 25 starfsmenn. Nemendur fengu kynningu á starfseminni og var boðið upp á hressingu áður en haldið var heim á leið. Var hópurinn að vonum ánægður með móttökurnar og vilja koma á framfæri kærum þökkum til Elkem og Hamars fyrir boðið.

IMG 2663

IMG 2661

IMG 2667

IMG 2671

Please publish modules in offcanvas position.