Í síðustu viku fóru um 40 nemendur í málm- og tréiðngreinum í vettvangsferð til Límtré Vírnets í Borgarnesi ásamt kennurum sínum. Límtré Vírnet er leiðandi fyrirtæki í mannvirkjageiranum og í Borgarnesi er framleitt þakjárn, loftræstikerfi, stálfestingar fyrir límtréhús og járnamottur fyrir steinsteypu. Hin eiginlega límtrésverksmiðja er svo staðsett á Flúðum.

Við komuna til Límtrés var hópnum skipt og fyrir hverjum hópi fóru reyndir sérfræðingar á framleiðslu fyrirtækisins. Nemendur fóru um fyrirtækið með leiðsögn og fengu að sjá framleiðslu á bárujárni og trapisu (kantað járn), hvernig spiro rör eru gerð (loftræstirör) og einnig sáu nemendur hvernig gengið er frá pöntun til viðskiptavina. Má nefna að Færeyingar kaupa stál- og álklæðningar frá Límtré og þarf að ganga frá pöntun til vina okkar með nærgætni svo varan verði fyrir sem minnstum skaða. Í blikksmiðjunni var verið að vinna með flasningar, það erum við vön að sjá sem t.d. horn, gluggasyllur,skúffur o.s.frv. Í járnsmiðjunni var verið að framleiða festingar fyrir límtréhúsin, einnig eru þar framleiddar hesthúsainnréttingar, stíur með fóðurgjöf o.fl. Límtré Vírnet framleiðir járnamottur til styrkingar í steyptum mannvirkjum og fengu nemendur líka að fylgjast með framleiðslu á þeim.

Að endingu var boðið upp á hressingu og voru allir saddir og sælir þegar haldið var af stað heim á leið. Kennarar og nemendur þakka kærlega fyrir boðið.

IMG 2572

IMG 2574

IMG 2583

IMG 2593

Please publish modules in offcanvas position.