Síðastliðinn föstudag fór stærðfræðikeppni grunnskólanna fram hér í FVA í 21. sinn, en keppnin er haldin árlega og hefur skipað sér fastan sess í skólastarfinu. Tilgangur keppninnar er að efla áhuga nemenda á stærðfræði.
 
Til leiks voru skráðir 130 nemendur úr fimm skólum: Auðarskóla, Brekkubæjarskóla, Grundarskóla, Grunnskóla Snæfellsbæjar og Grunnskóla Borgarfjarðar. Í keppnina mættu svo 96 nemendur, 42 úr 8. bekk, 26 úr 9. bekk og 28 úr 10. bekk. Keppnin fór að venju vel fram og að henni lokinni þáðu nemendur og fylgdarfólk veitingar í boði skólans.
 
Viðurkenninga- og verðlaunaathöfn fer svo fram í hátíðarsal FVA þann 27. apríl klukkan nk. 14:00. Þar munu tíu efstu úr hverjum árgangi fá viðurkenningar og þrír efstu úr hverjum árgangi fá peningaverðlaun. Styrktaraðilar keppninar eru Landsbanki Íslands, Skaginn 3X, Elkem Ísland og Málning hf.

Please publish modules in offcanvas position.