Það má með sanni segja að Fjölbrautaskóli Vesturlands sitji nú á grænni grein í umhverfismálum því að í morgun afhenti Katrín Magnúsdóttir, verkefnastjóri Skóla á grænni grein hjá Landvernd, fulltrúum umhverfisnefndar skólans Grænfánann í fyrsta sinn. Umhverfisnefnd hefur unnið að því um langa hríð að fá að flagga Grænfánanum og nú loks hefur því markmiði verið náð.

Markmið Skóla á grænni grein eru að:

  • Bæta umhverfi skólans, minnka úrgang og notkun á vatni og orku.
  • Efla samfélagskennd innan skólans.
  • Auka umhverfisvitund með menntun og verkefnum innan kennslustofu og utan.
  • Styrkja lýðræðisleg vinnubrögð við stjórnun skólans þegar teknar eru ákvarðanir sem varða nemendur.
  • Veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál.

Skólinn hefur leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö árin en að þeim tíma liðnum fæst viðurkenningin aðeins endurnýjuð ef skólinn heldur áfram góðu starfi. Vinnu umhverfisnefndar, nemenda og starfsfólks skólans er því hvergi nærri lokið þótt Grænfáninn hafi verið dreginni að húni í morgun og umhverfisnefnd heldur ótrauð áfram sínum góðu störfum innan skólans.

IMG 2652 grænfániFrá afhendingu grænfánans á sal skólans í morgun

Please publish modules in offcanvas position.