Nemendur í umhverfisnefnd FVA undir stjórn Helenu Valtýsdóttur hafa boðað til loftslagsverkfalls á Akratorgi föstudaginn 15. mars kl. 12:00. Verkfallið er að fyrirmynd bylgju loftslagsverkfalla sem hin sænska Greta Thunberg hefur komið af stað meðal ungmenna víðsvegar um heiminn. Í Reykjavík hafa stúdentar mótmælt síðustu þrjá föstudaga og næsta föstudag verður auk þess mótmælt á Akranesi og Akureyri. Vill umhverfisnefnd FVA hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fjölmenna á Akratorg á föstudaginn kl. 12 með mótmælaskilti og baráttuandann að vopni.

Facebook-síða viðburðarins

Viðtal við Gretu Thunberg á YouTube

 

Please publish modules in offcanvas position.