Nú hefur verið opnað fyrir innritun í framhaldsskóla á vefsíðunni menntagatt.is og hafa nemendur 10. bekkjar grunnskólanna þegar fengið aðgangsupplýsingar og leiðbeiningar vegna þess. Um næstu helgi fer fram framhaldsskólakynningin Mín framtíð 2019 í Laugardalshöll og þar verða fulltrúar Fjölbrautaskóla Vesturlands að sjálfsögðu á svæðinu til að kynna námsframboð skólans. Að auki fer á sama tíma fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og hægt að fylgjast með keppendum mótsins vinna að sínum verkefnum. Kynningin er opin almenningi fimmtudaginn 14. mars kl. 14-17, föstudaginn 15. mars kl. 14-17 og laugardaginn 16. mars kl. 10-16. Laugardagurinn er fjölskyldudagur og þá eru ungir sem aldrnir hvattir til að koma og kynna sér námsframboð framhaldsskólanna og fylgjast með lokahandtökum keppenda á Íslandsmótinu.

Please publish modules in offcanvas position.