Nú hefur verið opnað fyrir valið í Innu og verður það opið til 18. mars. Með því að velja fyrir næstu önn staðfesta nemendur að þau ætli áfram að stunda nám við FVA. Á heimasíðu skólans undir flipanum Námið ->Námsáætlanir og val er að finna eftirfarandi upplýsingar:

  • ·Leiðbeiningar um það hvernig á að velja í INNU
  • ·Listi yfir alla áfanga í boði, þar eru m.a. upplýsingar um áfanga í iðnnáminu
  • ·Auglýsingar fyrir bóknámsáfanga í boði
  • ·Röð áfanga, þ.e. í hvaða röð taka skal áfanga ýmissa greina

Brautarlýsingar er að finna hér á heimasíðu skólans undir flipanum Námið.

Nemendur sem vilja aðstoð við valið snúa sér til náms- og starfsráðgjafa skólans eða áfangastjóra.

Please publish modules in offcanvas position.