Einn þeirra viðburða Opinna daga sem fylltist strax var fuglaskoðunarferð sem farin var í gærdag í prýðisveðri. Í ferðinni sáust samtals 23 mismunandi fuglategundir, þar á meðal æður, álft, hávella, rauðhöfðaönd og þjóðarfugl Færeyinga, tjaldurinn, lét sig ekki vanta. Fuglaáhugamenn höfðu því í nógu að snúast við að skrá og mynda þær tegundir sem urðu fyrir sjónum. Að þeirra sögn var hápunktur ferðarinnar þó að fylgjast með fálka sem hélt sig á Innstavogsnesi.

falki  20190220 225626 

Please publish modules in offcanvas position.