Nú standa yfir Opnir dagar hér í FVA og er dagskráin að venju fjölbreytt og skemmtileg. Á Opnum dögum víkur hefðbundin stundaskrá fyrir ýmsum viðburðum sem nemendur velja sjálfir. Í ár er til að mynda hægt að velja kvikmyndasýningar, fyrirlestra, hnefaleika, golf, Pub Quiz, menningarferðir, félagsvist, sjálfstyrkingu, Dungeons and dragons, borðspil, mála vegg, klifur og brauðbakstur með Finnboga, svo eitthvað sé nefnt. Því miður þurfti vegna veðurs að aflýsa skíðaferð í Bláfjöll sem stóð til að fara í í morgun en þeir nemendur sem skráðir voru í ferðina velja sér annan viðburð í staðinn.

Þær Kristín L. Kötterheinrich og Helena Valtýsdóttir höfðu yfirumsjón skipulagningu og framkvæmd Opinna daga í ár og hafa stýrt þeim af miklum myndarskap. Með þessari frétt má sjá nokkrar myndir frá Opnum dögum 2019.

IMG 0039

20190219 141439 HDR

20190219 133750 HDR

Please publish modules in offcanvas position.