Í morgun heimsótti Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, Fjölbrautaskóla Vesturlands og var að vonum vel tekið á móti henni. Ávarpaði hún nemendur og starfsfólk á sal skólans og minnti á mikilvægi umhverfismála og einnig þess að líta öðru hverju upp úr símanum.

Að því loknu gekk forsætisráðherra um skólann í fylgd stjórnenda og kennara sem sögðu frá sögu skólans og sérstöðu. Hópurinn leit meðal annars við í kennslustund í lýðheilsu hjá nemendum á starfsbraut og í kennslustund í líffræði. Einnig var gengið um raf-, tré-, og málmiðngreinadeildir skólans og nemendur og kennarar kynntu þau viðfangsefni sem þar eru efst á baugi um þessar mundir. Notaði forsætisráðherra hvert tækifæri til að spjalla við nemendur og kennara og spyrja þá spjörunum úr.

Katrín Jakobsdóttir ávarpar nemendur og kennara á sal skólans

Starfsbraut FVA

Rætt um megatrónik á rafiðngreinadeild

Rafiðngreinadeild

IMG 0277

Tréiðngreinadeild

Nýbygging skoðuð hjá tréiðngreinadeild

Steini Ben leyfði hópnum að líta inn í líffræðistofuna

Please publish modules in offcanvas position.