Athygli er vakin á því að í dag, 11. febrúar, er árlegur dagur íslenska táknmálsins. Íslenskt táknmál er eina hefðbundna minnihlutamálið hér á landi og er fyrsta mál um 200
Íslendinga. Enn fleiri nýta sér íslenskt táknmál í daglegu lífi og starfi. Í tilefni dagsins hefur efni á íslensku táknmáli og um íslenskt táknmál verið gert aðgengilegt á heimasíðu Krakka-RUV. Stundin okkar verður táknmálstúlkuð sunnudaginn 17. febrúar, Krakkafréttir fjalla um daginn þann 11. febrúar og verður sá þáttur einnig táknmálstúlkaður.