Vorönn 2019 hefur farið vel af stað hér við FVA. Alls stundar 471 nemandi nám þessa önn, 276 karlar (58,6%) og 195 konur (41,4%). Meirihluti nemenda stundar dagskóla, eða 386, en auk þeirra eru 85 nemendur skráðir í kvöld- og helgarnám. 79% nemenda eru búsettir á Akranesi og nágrenni en annars koma nemendur víða að, þó aðallega frá höfuðborgarsvæðinu og af Vesturlandi. Flestir stunda nám á Opinni stúdentsbraut og Náttúrufræðabraut, um 90 á hvorri braut fyrir sig. Sem áður er iðnnámið mjög vinsælt og 154 nemendur eru skráðir í vélvirkjun, rafvirkjun og húsasmíði við FVA.

Please publish modules in offcanvas position.