Nemendum skólans stendur til boða að taka þátt í landskeppninni Ungir vísindamenn sem fram fer í lok apríl. Umsóknarfrestur rennur út þann 1. febrúar nk. Til mikils er að vinna þvívinningshafa / vinningshöfum ásamt leiðbeinanda er boðið í Evrópukeppnina sem fer fram í Rússlandi síðari hluta septembermánaðar.

Keppnin er opin öllum námsmönnum á aldrinum 15-20 ára. Þátttakendur velja sér viðfangsefni, rannsaka það og setja fram niðurstöður. Leiðbeinandi er annað hvort kennari við skólann eða annar sérfræðingur sem skólinn eða umsjónarmenn keppninnar fá til verksins. Það er nóg að hafa góða hugmynd að rannsóknarverkefni (og helst leiðbeinenda) til að skrá sig, en best er þó að vera kominn eitthvað áleiðis með rannsóknina. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://ungirvisindamenn.hi.is/

Please publish modules in offcanvas position.