Í dag opnar Verið, nýtt náms- og stuðningsver FVA. Verið er til staðar í stofu B203 og auk kennara aðstoða eldri nemendur við námið. Í Verinu fá nemendur fjölbreytta námsaðstoð, t.d. við skipulagninu náms, upplýsingar um forrit og tækni sem nýtist þeim í námi ásamt því að fá aðstoð við heimanám, verkefna- og ritgerðarsmíð.
Verið er opið að hluta til sem lesstofa en námsaðstoð er veitt í stærðfræði og almennum greinum á miðvikudögum kl. 14:10-15:55 og aðstoð í ensku er á fimmtudögum kl. 9:40-10:35.
Verið er opið á eftirtöldum tímum:
Ekki þarf að panta tíma í námsaðstoð, heldur bara mæta á staðinn. Þeir nemendur sem vilja vinna heimavinnu, án þess að þurfa aðstoð eru líka velkomnir í Verið. Nemendur eru hvattir til að nýta sér þessa aðstoð.