Dagana 7. og 8. febrúar fá 300 framhaldsskólanemar tækifæri til að taka þátt í Háskólahermi í Háskóla Íslands. Þetta er árlegur viðburður en þátttakendur í Háskólaherminum heimsækja fræðasvið Háskóla Íslands og leysa ýmis verkefni. Eftir heimsóknina ættu þeir að hafa góða innsýn í námsframboð HÍ og hugmyndir um hvað nám á mismunandi sviðum felur í sér. Það kostar ekkert að taka þátt í Háskólaherminum og er hann hugsaður fyrir þá nemendur sem eru u.þ.b. hálfnaðir með nám sitt í framhaldsskóla.

Kynning á Háskólaherminum 2019 verður á sal FVA í fyrramálið kl. 9 og eru nemendur fæddir 2001 hvattir til að mæta og kynna sér málið.

Please publish modules in offcanvas position.