Föstudagurinn 4. janúar:  Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda kl. 12 á hádegi og á sama tíma verður opnað fyrir óskir um töflubreytingar í INNU.

Kynningarfundur fyrir þá sem ekki hafa áður verið nemendur í FVA verður á sal skólans 4. janúar kl. 13.

Mánudagurinn 7. janúar: Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu kl. 8:30.

Þriðjudagurinn 8. janúar: Lokað verður fyrir óskir um töflubreytingar kl. 11. Þeir sem óska eftir frávikum frá skólasóknarreglum, undanfarabrot og/eða árekstur í töflu sækja um á eyðublöðum sem er að finna á skrifstofu skólans og frestur fyrir þessar umsóknir er til kl. 16.

Í INNU geta nemendur séð lista yfir þær bækur sem þeir munu nota á önninni. Bókaverslunin Eymundsson, Dalbraut 1, Akranesi annast bóksölu fyrir nemendur FVA.

Dagsetningar staðlota í dreifnámi er að finna hér:
Húsasmíðanám-dreifnám
Sjúkraliðanám-dreifnám
Vélvirkjanám-dreifnám

Please publish modules in offcanvas position.