Þar sem haustönn er í þann mund að renna sitt skeið er ekki úr vegi að rifja upp helstu dagsetningar úr skóladagatalinu:

 Desember   
 3.-14.  -Námsmatsdagar. Nemendur mæta í tíma og próf samkvæmt stundatöflu í Innu.
 17.  -Sjúkrapróf kl. 9. Öll sjúkrapróf eru haldin á sama degi.
 18.  -Prófsýning kl. 11-12. Nemendur geta hitt kennara sína og skoðað úrlausnir prófa.
 21.  -Útskriftardagur. Útskriftarathöfnin hefst kl. 14:00

Á námsmatsdögum er salur skólans opinn fyrir nemendur mánudaga til fimmtudaga til kl. 23:00 og á föstudögum til kl. 16:00.

Mötuneyti skólans verður lokað frá 17. desember og fram yfir áramót.
Jólaleyfi nemenda hefst strax að loknum prófum og stendur til 7. janúar þegar kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá.

Please publish modules in offcanvas position.