Nú rétt í þessu lauk formlega dagskrá fyrstu Femínistaviku FVA, en í vikunni hefur Femínistafélagið Bríet boðið upp á daglega viðburði sem tengjast feminískum málefnum, eins og áður hefur komið fram. Í dag lauk dagskránni þegar Gyða Bentsdóttir, kennari við FVA, ávarpaði nemendur á sal og gaf þeim góð ráð varðandi það hvert þau geta leitað til ef þau hafa lent í kynferðislegu ofbeldi. Benti hún þeim á Stígamót, Írisi hjúkrunarfræðing, Guðrúnu námsráðgjafa og fleiri færar leiðir. Gyða færði síðan formönnum Bríetar, Hönnu Louisu Guðnadóttur, Jófríði Ísdísi Skaftadóttur og Aðalheiði Fríðu Hákonardóttur, rós sem þakklætisvott en þær hafa borið hitann og þungan af skipulagningu og framkvæmd femínistavikunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hönnu, Gyðu og Aðalheiði með rósirnar, en Gyða ber rós Jófríðar.

Að sögn fulltrúa Bríetar hafa viðburðir vikunnar greinilega vakið fólk til umhugsunar því til þeirra streyma ótal fyrirspurnir, skilaboð og þakklætiskveðjur fyrir framtakið.

Please publish modules in offcanvas position.