Í þessari viku stendur femínistafélagið Bríet fyrir femínistaviku í FVA og eru ýmsir viðburðir á dagskrá af því tilefni. Í dag bauð Bríet upp á hádegisfyrirlestur á sal skólans en þar kynnti fulltrúi frá ungmennaráði UN Women starfsemi samtakanna á Íslandi og á heimsvísu.

Af fleiri viðburðum vikunnar má nefna fyrirlestur Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á morgun þriðjudag kl. 9:15 um lítil brjóst og loðnar píkur og á miðvikudaginn er kennslufall kl. 11:30 vegna fyrirlesturs um Karlmennskuna. Á fimmtudaginn kl. 12:30 sér femínistafélagið Bríet um upplestur á frásögnum og umræðu um #metoo í FVA og nauðgunarmenningu. Allir viðburðirnir fara fram í matsalnum og eru nemendur og starfsfólk skólans hvatt til að mæta.

Bríet á Facebook.

Please publish modules in offcanvas position.