OPIÐ FYRIR INNRITUN
OPIÐ FYRIR INNRITUN
Forinnritun 8. mars - 12. apríl fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
OPIÐ FYRIR INNRITUN
OPIÐ FYRIR INNRITUN
Forinnritun 8. mars - 12. apríl fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Í dag var hið árlega Skammhlaup haldið í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þann dag fellur öll hefðbundin kennsla niður en nemendum skipt í lið sem keppa sín á milli í hinum ýmsu greinum. Dagurinn hófst með því að liðin söfnuðust saman fyrir framan skólann og gengu fylktu liði að íþróttahúsinu Vesturgötu þar sem liðakeppni hófst í ýmsum þekktum og óþekktum greinum t.a.m. limbói, reiptogi, ullarsokkaboðhlaupi og stígvélasparki. Að lokinni keppni í íþróttahúsinu hljóp einn liðsmaður úr hverju liði að Jaðarsbökkum. Þar þurfti hann að leysa þraut á meðan liðin komu sér aftur í skólann þar sem keppni hélt áfram t.d. í borðskreytingum, myndlist, leiklist, kjánagangi (silly walk) og ýmsum bóklegum greinum. Kennarar og annað starfsfólk skólans sinnti dómgæslu og stigavörslu og liðin gátu svo fylgst með stigatöflu á sal og séð hvernig sínu liði vegnaði.

Keppnin var æsispennandi en svo fór að græna liðið hafði sigur úr býtum þetta árið.

IMG 2467 1

IMG 2498

45184321 404385010096317 7480400993046233088 n

IMG 2492

Please publish modules in offcanvas position.