OPIÐ FYRIR INNRITUN
OPIÐ FYRIR INNRITUN
Forinnritun 8. mars - 12. apríl fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar
OPIÐ FYRIR INNRITUN
OPIÐ FYRIR INNRITUN
Forinnritun 8. mars - 12. apríl fyrir nemendur sem útskrifast úr 10. bekk. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar

Síðastliðinn föstudag 26. október lögðu nemendur í valáfanga í myndlist ásamt kennara sínum, Kolbrúnu Sigurðardóttur, upp í langferð til höfðborgarinnar til að skoða, fræðast og kynnast því helsta sem er að gerast í íslenskri myndlist í dag.

Hópurinn byrjaði á því að heimsækja Listasfn Íslands þar sem Ragnheiður safnakennari tók á móti okkur og leiddi í gegnum sýninguna Lífsblómið sem fjallar um 100 ára fullveldi Íslands. Nemendur tóku virkan þátt og klæddu sig í ullarsokka til að fullkomna þjóðlegu upplifunina. Hópurinn skoðaði einnig sýningu Karls Einarsonar Dungal, Véfréttir, og sýninguna Fjársjóður þjóðar sem er sýning á safnkosti Listasafns Íslands.

Frá Listasafni Íslands hélt hópurinn yfir í Marshallhús að skoða sýningu Eyglóar Harðardóttur, Annað rými. Hópurinn leit einnig upp á aðra hæð þar sem galleríið Kling og Bang er til húsa. Þar stendur yfir sýning Söru Riel, Sjálfvirk, þar sem hún sýnir teikningar, málverk og skúlptúra. Sara tók sjálf á móti hópnum og fræddi um hugmyndafræðina, vinnuferlið og leiðina að verkum hennar. Hún gekk með nemendum um sýninguna og sagði frá verkunum sínum. Bakgrunnur Söru er í graffiti og á hún mörg stór listaverk sem prýða heilu húsgaflana í Reykjavík, m.a. nýja verkið á sjávarútvegshúsinu sem hópurinn sá á heimleiðinni. Að endingu var tekið á móti hópnum á verkstæði og sýningarsal Ólafs Elíassonar þar sem hópurinn kolféll fyrir verkum hans og þeim töfrum, sjónhverfingum og síbreytileika sem á sér stað í þeim. Það var að heyra á hópnum að þetta hafi verið vel heppnuð, fræðandi, upplýsandi og skemmtileg menningarferð í borgina.

20181026 143459

20181026 150903

20181026 135120

20181026 141529

 

Please publish modules in offcanvas position.