Góðgerðarfélagið Eynir (GEY) hélt á dögunum bingó til styrktar átakinu #égábareittlíf sem Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir. Viðburðurinn var afar vel sóttur og seldust bingóspjöldin nánast upp. Fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn meðal annars með því að gefa veglega bingóvinninga. Myllan veitti 10% afslátt af veitingum sem seldar voru og Partýbúðin gaf allar skreytingar en söfnunarféð rennur allt óskert til sjóðsins. Formenn GEY skreyttu sal FVA með bleikum blöðrum, seríum og bleikri lýsingu sem skapaði notalegt andrúmsloft eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

bingo gey1

43130880 173664436889523 2770124627404390400 n

43115274 178012906419147 6400720633730170880 n

Please publish modules in offcanvas position.