Nemendur í umhverfisfræði fóru ásamt Finnboga Rögnvaldssyni, kennara sínum, í dagsferð vestur á Snæfellsnes í lok september. Í ferðinni skoðuðu þau þær breytingar sem urðu á sjávarstöðu á Vesturlandi við lok síðasta jökulskeiðs, jarðvegsmyndun sem orðið hefur eftir að landið reis úr sæ og enduðu ferðina í Vegghelli í Gullborgarhrauni sem líklega hefur runnið eftir landnám. Hraunið hefur stíflað upp Oddastaðavatn og Hlíðarvatn sem eru því með yngstu vötnum á þessum slóðum. Á heimleiðinni var stoppað við veiðihús Jóhannesar Jósefssonar við Hítará þar sem myndin er tekin.

Please publish modules in offcanvas position.