Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir herferðinni #egabaraeittlif þar sem barist er gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Einar Darri var nemandi við FVA en hann var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja.

FVA styður að sjálfsögðu þetta verkefni af heilum hug og til að sýna stuðning með baráttunni settu kennarar upp bleika armbandið í upphafi kennarafundar sl. föstudag og stilltu sér upp í myndatöku.

Við viljum vekja athygli á því að góðgerðarfélagið Eynir hefur boðað til góðgerðarbingós í kvöld kl. 19:30 á sal skólans og eru allir velkomnir þangað. Allur ágóði er til styrktar Minningarsjóði Einars Darra.

Please publish modules in offcanvas position.