Evrópski tungumáladagurinn er í dag miðvikudaginn 26. september. Hér í FVA er hefð fyrir því að skreyta skólann á einn eða annan hátt á þessum degi. Í ár hafa kennarar í máladeild komið tungumálapýramída fyrir á efri hæð skólans. Hönnun og smíði pýramídans var í höndum snillinganna í tréiðnaðardeild skólans.
Eftir því sem liðið hefur á daginn hefur píramýdinn smám saman fyllst af miðum sem nemendur sjá um að útbúa í kennslustundum og er hann strax orðinn litríkur og skemmtilegur. Eru nemendur og starfsfólk hvatt til að staldra við pýramídann og jafnvel læra nokkur góð orð.
 
20180926 142644 
 20180926 142655

Please publish modules in offcanvas position.