GLEÐILEGA PÁSKA
GLEÐILEGA PÁSKA
Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 24. apríl
GLEÐILEGA PÁSKA
GLEÐILEGA PÁSKA
Kennsla hefst að nýju miðvikudaginn 24. apríl

Fyrr í vikunni var borin til grafar Hildrut Hildur Guðmundsdóttir (f.29. júlí 1935, d. 28. ágúst 2018). Hildur starfaði lengi vel við Fjölbrautarskóla Vesturlands og vill samstarfsfólk hennar við skólann minnast hennar með nokkrum orðum.

Hildur fæddist og ólst upp í Þýskalandi og kynntist eftirlifandi eiginmanni sínum, Guðmundi þar. Hún flutti með honum til Íslands eftir nokkurra ára hjúskap en hafði áður lokið prófi sem verkmenntakennari.

Hún náði fljótt afar góðum tökum á íslensku, talaði hana nánast lýtalaust og þýddi bækur frá íslensku yfir á þýsku.

Hildur kenndi um árabil við Brekkubæjarskóla á Akranesi en hóf störf við Fjölbrautaskóla Vesturlands við stofnun hans árið 1977 og lauk þar starfsaldri sínum.  Hún kenndi  myndmennt ýmiss konar, fatasaum og handavinnu en Hildur þótti einkar handlagin og allt hreinlega lék í höndum hennar. Um tíma kenndi hún einnig þýsku. 

Hún var listhneigð með afbrigðum og eftir hana liggja lista- og handverk til merkis um sköpunargáfu hennar og handlagni. Hún fylgdist vel með því sem var að gerast á menningarsviðinu og sótti margþætta viðburði og sýningar.

Hildur var einn af frumkvöðlum á Íslandi í áherslu sinni á lífrænt fæði og ræktaði meðal annars eigið grænmeti eftir því sem kostur var.  Hún lét sér annt um gróður og jurtir og bar garður þeirra hjóna á Akranesi þess gott vitni.

Hildur var góður félagi og vel liðinn samstarfsmaður. Við í Fjölbrautaskóla Vesturlands minnumst hennar með hlýju og þakklæti fyrir góð störf og ánægjulegar samverustundir.

Hiltrud Hildur

Please publish modules in offcanvas position.