Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Opnað verður fyrir stundatöflur nemenda kl. 10 föstudaginn 17. ágúst.
Þeir sem óska eftir breytingum á stundatöflu geta gert það með rafrænum hætti í Innu til kl. 12 þriðjudaginn 21. ágúst. Eftir þann tíma verður lokað á frekari breytingar.
Nemendur sem óska eftir fráviki frá skólasóknarreglum, fráviki frá undanfara áfanga eða árekstri í stundatöflu geta gert það skriflega á skrifstofu skólans til kl. 16 þriðjudaginn 21. ágúst og verða þær umsóknir afgreiddar eins fljótt og mögulegt er.

Um leið og opnað hefur verið fyrir stundatöflur geta nemendur séð bókalistann sinn í Innu. Hægt er að nálgast kennslubækur í versluninni Eymundsson á Akranesi.

Heimavist skólans opnar kl. 17 fimmtudaginn 16. ágúst.

Skólasetning verður föstudaginn 17. ágúst kl. 10. Nýnemar sem luku grunnskóla nú í vor eiga að mæta á skólasetninguna. Aðrir nemendur eru einnig velkomnir sem og foreldrar og forráðamenn. Að skólasetningu lokinni munu nýnemar fá afhenta stundatöflu annarinnar og önnur gögn um skólann.
Athugið að strax að lokinni skólasetningu hefst sérstök dagskrá fyrir nýnema sem luku tíunda bekk í vor. Dagskránni lýkur um klukkan 14.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu mánudaginn 20. ágúst.

Skóladagatal haustannar 2018-2019 er aðgengilegt hér

Please publish modules in offcanvas position.