Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

 

Anna Þorvaldsdóttir, tónskáld, er fædd á Akranesi 1977 og ólst upp í Borgarnesi þar til hún sótti Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 1993-1997. Hún útskrifaðist frá FVA á sálfræðibraut. Frá 14 ára aldri nam Anna sellóleik jafnhliða námi, fyrst í Borgarnesi og síðan í Reykjavík, bæði við Tónlistarskóla Sigursveins D. Kristinssonar og við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands 2004 og með doktorsgráðu í tónsmíðum frá Kaliforníuháskóla í San Diego 2011.

Tónlist Önnu er mikið flutt víðsvegar um heim, en hún hefur vakið sérstaka athygli fyrir hljómsveitartónlist sína. Nú í apríl frumflutti Fílharmóníusveit New York-borgar nýtt verk sem sveitin pantaði af henni og hlaut það mikið lof gagnrýnenda. Anna er einnig staðartónskáld Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Meðal annarra hljómsveita sem leikið hafa tónlist Önnu má nefna fílharmóníusveitirnar í Los Angeles, London, Hamborg, Osló, Stokkhólmi, Glasgow og Vínarborg. Meðal þekktustu smærri tónlistarhópa sem leikið hafa tónlist hennar eru Ensemble Intercontemporain, International Contemporary Ensemble, Avanti Chamber Ensemble, Either/Or Ensemble og Bang on a Can All-Stars.

Tónlist Önnu hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og verðlaun - má þar helst nefna Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs 2012, Kravis-verðlaun Fílharmóníusveitarinnar í New York 2015 og tvenn verðlaun frá Lincoln Center listamiðstöðinni í New York 2018.

Hérna má lesa stutta frétt af RÚV: Gagnrýnendur hugfangnir af Önnur Þorvalds

Please publish modules in offcanvas position.