Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Það er margt um að vera þessa dagana hjá okkur. Síðastliðinn laugardag var Háskóladagurinn haldinn í Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og Listaháskóla Íslands. Þar kynntu allir sjö háskólar landsins yfir 500 námsbrautir sem í boði eru. Á mánudaginn komu fulltrúar skólanna til okkar og kynntu námsframboð hvers skóla fyrir nemendum og starfsfólki.
Í gær fengum við góða heimsókn frá nemendum í 10. bekk Brekkubæjarskóla, Grundaskóla, Heiðarskóla og Klébergsskóla. Eftir stutta kynningu á sal var gestunum skipt í litla hópa sem gengu um skólann í fylgd leiðsögumanna úr hópi nemenda FVA. Kennarar, ráðgjafar, stjórn nemendafélagsins og fleiri starfsmenn skólans stilltu sér upp víða um skólann, kynntu fög sín og svöruðu spurningum. Að því loknu var nemendum og starfsfólki grunnskólanna boðið í hádegisverð í mötuneyti skólans.

Please publish modules in offcanvas position.