Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Annar viðburður hreyfikortsins fór fram á miðvikudags- og fimmtudagskvöld í síðustu viku. Crossfit Ægir bauð nemendum og starfsfólki upp á ókeypis æfingu, það var takmarkað pláss í boði og því komust aðeins þeir að sem sóttu fyrstir um. Crossfit Ægir opnaði nýja og frábæra stöð núna á haustmánuðum. Crossfit er æfingakerfi sem samanstendur af síbreytilegum æfingum, framkvæmdum af ákefð, oftast innan ákveðins tímaramma. Allar æfingarnar eru hagnýtar og endurspegla lykilatriði úr fimleikum, ólympískum lyftingum, kraftlyftingum, hlaupi og róðri ásamt fleiru. Íþróttin er því samspil þols, liðleika, samhæfingar og styrks. Slíkt fjölæfingakerfi undirbýr iðkendur fyrir áskoranir af hvaða tagi sem er og skapa það sem er svo einkennandi fyrir Crossfit; Hreysti. Allir geta stundað Crossfit, sama hvort þeir séu í topp formi eða stíga sín fyrstu skref. Iðkendur aðlaga hverja æfingu að sér, ráða sjálfir þyngdum og ákefð. Við þökkum Crossfit Ægi kærlega fyrir þessa góðu kynningu á þeirra starfsemi.

Please publish modules in offcanvas position.