Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Á dögunum tóku nemendur í upplýsingatækni þátt í Bebras áskoruninni. Áskorunin er fyrir nemendur á aldrinum 8 – 18 ára. Nemendur leysa krefjandi verkefni sem reynir á rökhugsun og tölvufærni. Bebras áskorunin er alþjóðleg áskorun sem hefur stækkað mikið á síðustu árum, fyrsta áskorunin var í Litháen árið 2004 en árið 2012 voru þátttakendur yfir 500.000 og er Bebras áskorunin því ein fjölmennasta áskorun sem notuð er til kennslu í upplýsingatækni. Íslenskir nemendur tóku fyrst þátt árið 2015 en að þessu sinni tóku 35 nemendur við FVA þátt í áskoruninni og bíða þeir nú spenntir eftir 

niðurstöðunum.

 

Please publish modules in offcanvas position.