Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Það var líf og fjör í skólanum hjá okkur í dag þegar Tæknimessa var haldin í annað sinn. Um 650 ungmenni af elsta stigi grunnskólanna á Vesturlandi tóku þátt. Markmið með Tæknimessu er að kynna það námsframboð sem í boði er í Fjölbrautaskóla Vesturlands á sviði iðn- og verkgreina og hvaða tækifæri eru til atvinnu hjá iðn- og tæknifyrirtækjum í landshlutanum. Fjölmörg fyrirtæki komu og kynntu starfsemi sína og hvers konar störf þau geta boðið. Þá fóru nemendur einnig í stutta bátsferð og kynningu á véltækninámi um borð í ferjunni Akranesi og fengu kynnisferð í hátæknifyrirtækið Skaginn 3X. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi styðja verkefnið í gegnum Sóknaráætlun.

Please publish modules in offcanvas position.