Stefna Fjölbrautaskóla Vesturlands er að:

  1. Veita öllum nemendum sínum góða menntun sem felur í sér þekkingu, leikni og hæfni í einstökum greinum, víðsýni og gagnrýna hugsun, ábyrgð og sanngirni, vandvirkni og góð vinnubrögð.
  2. Vera umhyggjusamur um velferð nemenda sinna og stuðla að heilbrigðum lífsháttum.
  3. Bera virðingu fyrir hverjum einstaklingi og koma fram við alla í anda jafnréttis og lýðræðis.

Til að þessi markmið náist leggur skólinn áherslu á:

  1. Að hver nemandi finni að velferð hans skipti máli og kennurum og stjórnendum skólans þyki mikilvægt að hann nýti og þroski hæfileika sína, vinni vel og nái góðum árangri.
  2. Að bjóða nám á mörgum brautum, sem hæfir nemendum með ólíka getu og hæfni, margvísleg áhugamál og ólíkar þarfir.
  3. Að skólareglur stuðli að árangursríku námi, gagnkvæmri virðingu nemenda, kennara og annars starfsfólks og hvetji til góðrar umgengni, tillitssemi og umburðarlyndis.
  4. Að kennarar veiti nemendum skýrar upplýsingar um námsmarkmið og námskröfur, hvetji alla nemendur til að leggja sig fram og velji viðfangsefni og kennsluaðferðir sem stuðla að því að þeir nái skilgreindum markmiðum.
  5. Grunnþætti menntunar sem lýst er í Aðalnámskrá framhaldsskóla 2011. Þeir eru: 1) læsi, 2) sköpun, 3) sjálfbærni, 4) heil­brigði og velferð, 5) jafnrétti, 6) lýðræði og mannréttindi. Fræðslu um þessa þætti er fléttað saman við kennslu margra námsgreina og fyrir hvern þeirra er boðið upp á einn eða fleiri áfanga þar sem hann er í fyrirrúmi. Jafnframt er leitast við að vekja bæði nemendur og starfsfólk til umhugsunar og samræðu um grunngildi skólastarfsins. Hér á eftir er því lýst í stuttu máli hvað skólinn gerir til að starfa í anda þessara grunnþátta.

Please publish modules in offcanvas position.