Við vinnum í anda lýðræðis og mannréttinda. Þetta gerum við með því að:

  • Skólastjórnendur hafi reglulega samráð við kjörna fulltrúa nemenda í skólaráði og aðalstjórn nemendafélagsins.
  • Gæta þess að ákvarðanir um skólastarfið styðjist við málefnaleg rök og ástæður sem allir fá tækifæri til að gagnrýna og ræða.
  • Hvetja alla nemendur til virkni í félagslífi, gefa þeim kost á að hafa áhrif á skólasamfélagið og gera þeim ljóst hvernig þeir geta gert það.
  • Hvetja alla nemendur til að láta sig varða um almannahag, mannréttindi og málefni samfélagsins.
  • Nemendur öðlist aukna hæfni í samskiptum og lýðræðislegum vinnubrögðum í náminu.

Please publish modules in offcanvas position.