Tungumálið er tæki til að hugsa og tjá sig og hæfni í notkun þess er meginmarkmið skólastarfs og menntunar. Læsi er mikilvægur hluti þessarar hæfni og felur í sér getu til að skilja og túlka texta, gögn og upplýsingar af ýmsu tagi. Við stuðlum að læsi með því að:

  • Örva nemendur til að tjá sig í ræðu og riti og skapa aðstæður sem hvetja til lestrar.
  • Auka orðaforða nemenda og fjölga hugtökum sem þeir hafa á valdi sínu.
  • Efla skilning nemenda á fjölbreyttu námsefni og hæfni þeirra til að túlka það og setja í víðara samhengi.

Please publish modules in offcanvas position.