Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Á mánudaginn fara fram sjúkrapróf í skólanum.

Kl. 9 fara fram próf í eftirtöldum áföngum: GRUN1AU05; ÍSLE1AL05; ÍSLE2HB05; ÍSLE3RL05; RER1036; STÆR2ML05; STÆR2TL05; STR3024; TNT2024; ÖRF101. 

Kl. 13 fara fram próf í eftirtöldum áföngum: HBFR1HH05; HJÚK2TV05 (hlutapróf og lokapróf); LÍOL2SS05 (hlutapróf); SASK2SS05.

 

Þar sem haustönn er í þann mund að renna sitt skeið er ekki úr vegi að rifja upp helstu dagsetningar úr skóladagatalinu:

 Desember   
 3.-14.  -Námsmatsdagar. Nemendur mæta í tíma og próf samkvæmt stundatöflu í Innu.
 17.  -Sjúkrapróf kl. 9. Öll sjúkrapróf eru haldin á sama degi.
 18.  -Prófsýning kl. 11-12. Nemendur geta hitt kennara sína og skoðað úrlausnir prófa.
 21.  -Útskriftardagur. Útskriftarathöfnin hefst kl. 14:00

Á námsmatsdögum er salur skólans opinn fyrir nemendur mánudaga til fimmtudaga til kl. 23:00 og á föstudögum til kl. 16:00.

Mötuneyti skólans verður lokað frá 17. desember og fram yfir áramót.
Jólaleyfi nemenda hefst strax að loknum prófum og stendur til 7. janúar þegar kennsla á vorönn hefst samkvæmt stundaskrá.

Helena Ólafsdóttir, verkefnastjóri afreksíþróttasviðs FVA, var nýverið í viðtali hjá Felix Bergssyni á Rás 2. Í viðtalinu var farið yfir víðan völl og ræddi Helena meðal annars knattspyrnuferil sinn hérlendis og erlendis. Í lok viðtalsins segir Helena frá störfum sínum við FVA en hún stýrir afreksíþróttasviðinu sem hefur heldur betur slegið í gegn. Hægt er að hlusta á viðtalið hér.

Lokahóf útskriftarnema (dimission) er í dag og af því tilefni buðu þeir nemendur sem útskrifast í lok annarinnar starfsfólki skólans upp á morgunmat klukkan 8 í morgun. Að því loknu lagði hópurinn af stað í óvissuferð sem mun standa yfir í allan dag. Dagskránni lýkur í kvöld með dansleik nemendafélagsins á Gamla Kaupfélaginu. Hér má sjá nokkrar myndir frá morgunverðinum.

Brúin, samstarfshópur um forvarnir á Akranesi, ásamt Minningarsjóði Einars Darra standa fyrir fræðslufundi fyrir foreldra barna og ungmenna í Tónbergi mánudaginn 26. nóvember kl. 18:00. Á fundinum mun Guðrún Dóra Bjarnadóttir, geðlæknir, fjalla um misnotkun kannabis og lyfseðilsskyldra lyfja, lyfjamenningu, viðhorf og ástæður misnotkunar slíkra lyfja. Talsmenn Minningarsjóðs Einars Darra munu einnig ávarpa fundargesti og farið verður yfir þau úrræði sem eru í boði. 

Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að fjölmenna.

Please publish modules in offcanvas position.