Í dag halda útskriftarnemarnir okkar sitt lokahóf (dimission). Þessir kærleiksbirnir hófu daginn á því að bjóða starfsfólki skólans til morgunverðar klukkan 8 í morgun. Að morgunverði loknum litu þau við í kennslustofum og leystu þrautir hjá kennurum áður en þau lögðu af stað í óvissuferð sem mun standa yfir í allan dag. Dagskránni lýkur í kvöld með dansleik nemendafélagsins á Gamla Kaupfélaginu.

Dagana 10.-16. nóvember fóru 2 kennarar úr FVA, þau Helena Valtýsdóttir og Steingrímur Benediktsson, með 15 manna hóp nemenda til Finnlands til að taka þátt í Nordplus verkefninu Education Lighthouse en það snýst aðallega um að kynna sér skólakerfi þriggja landa, Íslands, Finnlands og Litháen. 

Í tilefni af nýtniviku stendur umhverfisnefnd FVA fyrir skipti- og nytjamarkaði í skólanum í dag, föstudag. Hafa kennarar og nemendur streymt að með föt og annað dót á markaðinn og er öllum frjálst að taka og nýta það sem þeim sýnist í staðinn. Um er að ræða algjörlega frábæra vinnu hjá þessum orkumiklu og harðduglegu nemendum í umhverfisnefndinni.

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins var haldinn þann 19. nóvember sl. í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar og var það í 18. sinn sem slíkur fundur er haldinn á Akranesi. Á þessum vettvangi hafa fulltrúar Ungmennaráðs Akraness tækifæri til að koma sínum málefnum á framfæri við bæjarfulltrúa Akraneskaupstaðar, bæjarstjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs bæjarins en fjórir núverandi og fyrrverandi nemendur Fjölbrautarskóla Vesturlands áttu sæti sem bæjarfulltrúar unga fólksins í ár.

Í vikunni tóku nemendur í upplýsingatækni þátt í Bebras áskoruninni, alþjóðlegu átaki í fræðslu um upplýsingatækni í skólum. Bebras áskorunin kannar rökhugsun og tölvufærni með því að láta þátttakendur leysa krefjandi og skemmtileg verkefni. Eiga þátttakendur að leysa eins mörg verkefni og mögulegt er á 45 mínútum en ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur geti klárað öll verkefnin. 

Please publish modules in offcanvas position.