Útskrift maí 2018
Útskrift maí 2018
Fjölbreytt nám
Fjölbreytt nám
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni
Jafnrétti - Virðing - Fjölbreytni

Góðgerðarfélagið Eynir (GEY) hélt á dögunum bingó til styrktar átakinu #égábareittlíf sem Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir. Viðburðurinn var afar vel sóttur og seldust bingóspjöldin nánast upp. Fjölmörg fyrirtæki styrktu viðburðinn meðal annars með því að gefa veglega bingóvinninga.

Í dag var gengið frá samningi við Eggert Herbertsson fyrir hönd Stay West um leigu á húsnæði heimavistar skólans yfir sumarið 2019. Stay West rekur gistiheimili á Vesturlandi og verður þetta í þriðja sinn sem fyrirtækið rekur gistiheimili á heimavist skólans yfir sumartímann.

Nemendur í umhverfisfræði fóru ásamt Finnboga Rögnvaldssyni, kennara sínum, í dagsferð vestur á Snæfellsnes í lok september. Í ferðinni skoðuðu þau þær breytingar sem urðu á sjávarstöðu á Vesturlandi við lok síðasta jökulskeiðs, jarðvegsmyndun sem orðið hefur eftir að landið reis úr sæ og enduðu ferðina í Vegghelli í Gullborgarhrauni sem líklega hefur runnið eftir landnám. Hraunið hefur stíflað upp Oddastaðavatn og Hlíðarvatn sem eru því með yngstu vötnum á þessum slóðum. Á heimleiðinni var stoppað við veiðihús Jóhannesar Jósefssonar við Hítará þar sem myndin er tekin.

Nemendur í jarðfræði fóru á dögunum í Hítardal og skoðuðu áhugaverðar jarðmyndanir í dalnum, móberg, hraun og skriðu sem féll þar í sumar og hefur stíflað upp lítið lón fyrir innan skriðuna. Á leiðinni var stoppað við Kjalardal og undir Melabökkum til að fræðast um þær aðstæður sem ríktu á síðjökultíma þegar Akrafjall var umflotið sjó og marbakkar mynduðust við mynni Kjalardals samhliða hraðri jökulhörfun.

Minningarsjóður Einars Darra stendur fyrir herferðinni #egabaraeittlif þar sem barist er gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi. Einar Darri var nemandi við FVA en hann var bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí síðastliðinn eftir neyslu róandi lyfja.

Please publish modules in offcanvas position.