Nánar um innritun
Nánar um innritun

Eins og þið hafið eflaust séð taka nú gildi á ný hertar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Þær taka til fjölda einstaklinga sem kemur saman og miðast nú við 100 manns. Þá tekur tveggja metra reglan gildi aftur og er ekki valfrjáls. Ekki faðma, muna að hósta í olnbogabót, spritta sig! Mikilvægt er að halda sig heima ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum þótt væg séu. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst. Við látum strax vita ef þær hafa einhver áhrif á skólabyrjunina en skólinn hefst með dagskrá fyrir nýnema þann 17. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst þriðjudaginn 18. ágúst.

Ekkert fát en sýnum gát!

Skólameistari

Innritun í FVA fyrir haustönn 2020 er lokið. Alls voru 124 nemendur úr 10. bekk innritaðir í skólann á mismunandi brautir. Þar af eru 7 nemendur skráðir á starfsbraut, 7 í húsasmíði, 6 í málmiðngreinar og 19 á rafvirkjabraut. Fullt er í dreifnám í húsasmíði og á sjúkraliðabraut en þar hafa rúmlega 60 manns fengið inni. Samanlagður fjöldi nemenda í skólanum í dag er 539. Greiðsluseðlar vegna skólagjalda birtast fljótlega í heimabanka.

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 22. júní til þriðjudagsins 4. ágúst.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans góðs sumars.

Í gær, þann 29. maí, voru 65 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands við hátíðlega athöfn sem fram fór á sal skólans. Vegna samkomutakmarkana var nauðsynlegt að takmarka fjölda viðstaddra við 200 manns og því var brugðið á það ráð að senda út frá athöfninni í streymi. 

Kæru nemendur! Nú eiga allar einkunnir að vera komnar á sinn stað í Innu, prófsýning að baki og uppskera þessarar óvenjulegu vorannar komin í hús. Við minnum á að náms- og starfsráðgjafar skólans verða áfram til viðtals og eru nemendur sem þurfa að breyta vali fyrir næsta vetur eða hyggja á útskrift á næsta skólaári hvattir til að hafa samband ef þörf er á. Í vikunni eru starfsdagar hér í skólanum þar sem kennarar og annað starfsfólk undirbýr skólastarf næsta skólaárs og verður skóladagatal skólaársins 2020-2021 birt hér á vefnum í vikulok.

Please publish modules in offcanvas position.