Nánar um innritun
Nánar um innritun

Innritun í FVA fyrir haustönn 2020 er lokið. Alls voru 124 nemendur úr 10. bekk innritaðir í skólann á mismunandi brautir. Þar af eru 7 nemendur skráðir á starfsbraut, 7 í húsasmíði, 6 í málmiðngreinar og 19 á rafvirkjabraut. Fullt er í dreifnám í húsasmíði og á sjúkraliðabraut en þar hafa rúmlega 60 manns fengið inni. Samanlagður fjöldi nemenda í skólanum í dag er 539. Greiðsluseðlar vegna skólagjalda birtast fljótlega í heimabanka.

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með mánudeginum 22. júní til þriðjudagsins 4. ágúst.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans góðs sumars.

Í gær, þann 29. maí, voru 65 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands við hátíðlega athöfn sem fram fór á sal skólans. Vegna samkomutakmarkana var nauðsynlegt að takmarka fjölda viðstaddra við 200 manns og því var brugðið á það ráð að senda út frá athöfninni í streymi. 

Kæru nemendur! Nú eiga allar einkunnir að vera komnar á sinn stað í Innu, prófsýning að baki og uppskera þessarar óvenjulegu vorannar komin í hús. Við minnum á að náms- og starfsráðgjafar skólans verða áfram til viðtals og eru nemendur sem þurfa að breyta vali fyrir næsta vetur eða hyggja á útskrift á næsta skólaári hvattir til að hafa samband ef þörf er á. Í vikunni eru starfsdagar hér í skólanum þar sem kennarar og annað starfsfólk undirbýr skólastarf næsta skólaárs og verður skóladagatal skólaársins 2020-2021 birt hér á vefnum í vikulok.

Nú hefur verið opnað fyrir einkunnir í Innu og þær orðnar sýnilegar á ný. Allar einkunnir verða komnar inn að morgni 22. maí. Þótt einkunn hafi verið skráð í INNU og birt nemendum áskilur skólinn sér rétt til að leiðrétta mistök við útreikning eða skráningu einkunna. Prófsýning verður nk. föstudag, 22. maí, kl. 11-11:45. Prófsýningin verður rafræn að þessu sinni og eiga nemendur að hafa samband við sína kennara og bóka tíma til að skoða prófið eða ræða námsmatið. Kennarar munu svo hafa samband á umsömdum tíma í gegnum Teams.

Please publish modules in offcanvas position.