Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 24. júní til þriðjudagsins 6. ágúst.

Við óskum nemendum, starfsfólki og öllum velunnurum skólans góðs sumars.

 

Fundur um afreksíþróttasvið FVA sem vera átti í kvöld fellur niður vegna lokaballs hjá unglingadeildum Brekkubæjarskóla og Grundaskóla.  

Síðastliðinn laugardag voru 74 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14.

Á morgun, miðvikudaginn 22. maí, verður prófsýning milli klukkan 11 og 12 og þá gefst nemendum kostur á að hitta kennara sína, skoða prófúrlausnir og ræða námsmatið. Prófsýningin fer fram í kennslustofum skólans og munu listar með nöfnum kennara og stofuheitum hanga uppi við báða innganga.

Á morgun, þriðjudaginn 21. maí, fara fram sjúkrapróf í eftirtöldum áföngum:

Klukkan 9:00 - VFR1024, STÆR3KV05, SAGA1ÞM05, SJÚK2MS05, 
EFNA1OF05, STJÖ2SH05, FRVV1FB05, EFRÆ1EF05.

Klukkan 13:00 - HJÚK3FG05.

Please publish modules in offcanvas position.