Þegar hefðbundinni kennslu lýkur um mánaðarmótin nóvember og desember taka við námsmatsdagar í tvær vikur. Þá fær hver áfangi þriggja klukkutíma pláss í stundatöflu hvora viku. Fyrir hádegi aðra vikuna og eftir hádegi hina vikuna. Á námsmatsdögum er svigrúm fyrir skrifleg og verkleg lokapróf, munnleg próf, nemendafyrirlestra, stærri verkefni sem ekki rúmast í kennslustund, styttri próf, svo sem kaflapróf, hópverkefni, viðtöl við nemendur og annan frágang. Kennarar skipuleggja námsmatsdagana.
Ekki er frí þessa daga heldur skyldumæting eins og aðra daga.

Í vikunni verður boðið upp á tvo tíma í námsaðstoð með Helenu. Í dag, mánudaginn 23. nóvember kl. 15:00-16:00 og á miðvikudaginn 25. nóvember kl. 9:40-10:35. Á miðvikudaginn verður einnig jafningjafræðsla í stærðfræði á sama tíma. Nemendur hafa fengið sendar slóðir og geta tengst í gegnum Teams. Nánari upplýsingar veitir Guðrún náms- og starfsráðgjafi, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Ákveðið hefur verið að hefja kennslu á félagsliðabraut í FVA á næstu önn. Markmið náms og kennslu á félagsliðabraut er að auka þekkingu og fagkunnáttu þeirra sem sinna einstaklingum á öllum aldri sem þurfa sérhæfða þjónustu. Starfsvettvangur félagsliða spannar vítt svið félagslegrar endurhæfingar og virkniúrræða fyrir þá einstaklinga sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda vegna félagslegra aðstæðna, veikinda, öldrunar, þroskaraskana eða hvers konar áfalla.

Við vekjum athygli á að stefnt er að því að halda stöðupróf í norsku og sænsku í Menntaskólanum við Hamrahlíð 5. desember kl. 10:00. Nánari upplýsingar um stöðuprófin og skráningu er að finna á heimasíðu Menntaskólans við Hamrahlíð.

Við minnum á opinn netfund með stjórnendum skólans í dag kl. 17-18. Yfirskrift fundarins er Staða náms og kennslu í COVID og á honum munu stjórnendur FVA fara yfir stöðu mála og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri er Viktor Elvar Viktorsson. Öll velkomin! SMELLTU HÉR TIL AÐ KOMAST Á FUNDINN.

Please publish modules in offcanvas position.