Nú er opið fyrir innritun á vorönn 2020. Innritun fyrir nám í dagskóla fer fram rafrænt á menntagatt.is eða á skrifstofu skólans dagana 1.-30. nóvember 2019. Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir í húsasmíðanám og vélvirkjanám í dreifnámi á vorönn 2020. Hægt er að sækja rafrænt um dreifnám á menntagatt.is eða á umsóknareyðublaði sem er að finna hér.

Hið árlega Skammhlaup fór fram í FVA í dag. Hófst dagskrá að venju með því að nemendur og kennarar gengu fylktu liði frá skólanum að íþróttahúsinu Vesturgötu þar sem fram fór liðakeppni í hinum ýmsu greinum eins og ullarsokkaboðhlaupi, limbói og stígvélasparki svo eitthvað sé nefnt.

Fjölbrautaskóli Vesturlands er þátttakandi í Nordplus verkefninu Nordic Nature Experience ásamt skólum í Finnlandi og Svíþjóð. Verkefnið felur í sér að tengja reynslu af náttúru við listir, eins og tónlist, myndlist eða bókmenntir til dæmis. Í þessari viku fengum við góða gesti þegar 10 kennarar frá samstarfsskólum okkar í þessum löndum komu í heimsókn.

Samtök rafverktaka (SART) og Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) hafa frá haustinu 2016 fært nemendum í rafiðnaði spjaldtölvur í gjöf. Í dag komu fulltrúar SART, RSÍ og Rafmenntar, fræðsluseturs rafiðnaðarins, færandi hendi til okkar í FVA og afhentu þeim nemendum sem hófu nám í grunndeild FVA í haust spjaldtölvur sem munu nýtast vel í námi og starfi. 

Hópur nemenda í FVA hélt utan í síðustu viku og dvaldi fimm daga í Berlín. Ferðin er hluti af valáfanga í þýsku og var það Kristín Luise Köttenheinrich, þýskukennari, sem skipulagði ferðina og fór fyrir hópnum ásamt Steingrími Benediktssyni, kennara.

Please publish modules in offcanvas position.