Vegna slæmrar veðurspár hefur verið ákveðið að loka húsnæði skólans kl. 16 í dag. Skólinn verður því ekki opinn fram á kvöld til lærdóms og prófaundirbúnings eins og áður var auglýst. Kennsla mun fara fram með óbreyttu sniði til kl. 16 í dag.

Steinunn Inga Óttarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Var embættið auglýst laust til umsóknar í sumar og bárust fjórar umsóknir. Settur mennta- og menningarmálaráðherra í því máli, Svandís Svavarsdóttir, hefur nú skipað Steinunni í embættið til fimm ára, frá og með 1. janúar 2020. Við bjóðum Steinunni velkomna til starfa hér í skólanum.

 

Í dag halda útskriftarnemarnir okkar sitt lokahóf (dimission). Þessir kærleiksbirnir hófu daginn á því að bjóða starfsfólki skólans til morgunverðar klukkan 8 í morgun. Að morgunverði loknum litu þau við í kennslustofum og leystu þrautir hjá kennurum áður en þau lögðu af stað í óvissuferð sem mun standa yfir í allan dag. Dagskránni lýkur í kvöld með dansleik nemendafélagsins á Gamla Kaupfélaginu.

Dagana 10.-16. nóvember fóru 2 kennarar úr FVA, þau Helena Valtýsdóttir og Steingrímur Benediktsson, með 15 manna hóp nemenda til Finnlands til að taka þátt í Nordplus verkefninu Education Lighthouse en það snýst aðallega um að kynna sér skólakerfi þriggja landa, Íslands, Finnlands og Litháen. 

Í tilefni af nýtniviku stendur umhverfisnefnd FVA fyrir skipti- og nytjamarkaði í skólanum í dag, föstudag. Hafa kennarar og nemendur streymt að með föt og annað dót á markaðinn og er öllum frjálst að taka og nýta það sem þeim sýnist í staðinn. Um er að ræða algjörlega frábæra vinnu hjá þessum orkumiklu og harðduglegu nemendum í umhverfisnefndinni.

Please publish modules in offcanvas position.