Hjá FVA er laust til umsóknar starf aðstoðarskólameistara. Um er að ræða 100% stöðu til 5 ára. FVA er framsækinn og traustur framhaldsskóli sem starfar samkvæmt þremur gildum; jafnrétti, virðingu og fjölbreytileika. Nemendur eru um 500 talsins í bók- og verknámi og starfsfólk skólans um 70. Flestir nemendur koma frá Akranesi og nágrannasveitarfélögum og við skólann er starfrækt heimavist. Áhersla er lögð á lýðræðislega kennslu- og stjórnunarhætti og notalegan skólabrag.

Fyrirhugað var að hafa glens og gaman í hinu árlega Skammhlaupi 29. okt. næstkomandi. EN í ljósi aðstæðna og hertra sóttvarnarreglna vegna covid19 verður kennsla í fjarkennslukerfi skv. stundaskrá þennan dag og önnur starfsemi í skólanum eins og venjulega. Við getum vonandi bætt okkur þetta upp síðar.

Á morgun, 15. október, hefst vetrarfrí í FVA þar sem nemendur og kennarar safna kröftum, hvíla sig og endurnærast, hver eftir sínu höfði. Hafið í huga peppið frá heilsueflingarteyminu okkar sem sent var út í vikunni, vonandi getið þið notið útivistar og hreyfingar næstu daga og þá eruð þið beðin um að tagga @fjolbraut í story á instagram. Vegleg verðlaun í boði! Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir óbreyttu kennslufyrirkomulagi næstu viku, þ.e. áframhaldandi fjarkennslu í bóknámi en...

Okkur í Heilsueflingarteyminu langar að senda ykkur smá pepp fyrir miðannarfríið. Þetta eru skrítnir tímar en það er svo mikilvægt fyrir geðheilsuna að berjast við Kórónu stórvinkonu okkar með æðruleysi og seigluna að vopni. Sætta okkur við óvissuna og það sem við höfum ekki stjórn á, fylgja fyrirmælum og reyna að gera það besta úr hlutunum. Æfa okkur í að hugsa jákvætt. Skrúfa aðeins niður væntingarnar og setja sjálfsumhyggjuna í forgang 😊

Hér koma nokkur góð ráð frá okkur til ykkar, heilsuráð sem geta gert gæfumuninn: 

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur leiklistarklúbburinn Melló tekið þá erfiðu ákvörðun að aflýsa öllum sýningum á Dýrunum í Hálsaskógi. Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda og vill leikhópurinn koma á framfæri þakklæti fyrir stuðninginn og þolinmæðina. Tix.is hefur nú þegar sent öllum miðakaupendum póst og munu endurgreiðslur fara fram eins fljótt og auðið er til þeirra sem kjósa það (sjá póst frá tix.is).
Við stefnum að sjálfsögðu að því að næsta leiksýning verði haldin næsta vor en í millitíðinni viljum við biðja ykkur um að fylgja sóttvarnarreglum, halda ykkur heima eins og hægt er, passa metra regluna, spritta reglulega og vera með grímur eins mikið og hægt er. Við erum öll almannavarnir!

Please publish modules in offcanvas position.