Smit eru aðeins fleiri í dag en í gær svo það er fyllsta ástæða til að fara að öllu með gát. Við stefnum enn á að kenna bæði fjar- og staðnám og skipuleggjum stuttan tíma í einu. Skólahúsnæðinu verður skipt upp í svokölluð sóttvarnarhólf til að framfylgja tilmælum landlæknis um þann fjölda sem má koma saman á einum stað. Leiðbeiningar um hvernig það virkar og umgengni um húsið í covid verða birtar á heimasíðu FVA á næstu dögum.

Kæru nemendur! Í ljósi nýjustu frétta af kórónuveiru og hægri útbreiðslu hennar þessa stundina stefnum við í FVA á að kenna sem mest í skólanum og vera með fjarkennslu í bland. Verknám verður í hefðbundinni kennslu eftir fremsta megni og bóknám í blöndu af fjarnámi og staðarnámi eins og aðstæður leyfa. Nánar um framkvæmdina á þessu síðar.

Kæru nem­endur! Skrif­stofa skólans er opin frá kl 8:00 – 15:00 alla virka daga. Stjórnendur og námsráðgjafar eru á staðnum en vinsamlegast notið tölvu­póst og síma eins og hægt er í ljósi smithættu vegna kórónuveirunnar. Ef þið viljið koma í skólann til viðtals verðið þið að bóka tíma áður hjá viðkomandi.

Eins og þið hafið eflaust séð taka nú gildi á ný hertar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Þær taka til fjölda einstaklinga sem kemur saman og miðast nú við 100 manns. Þá tekur tveggja metra reglan gildi aftur og er ekki valfrjáls. Ekki faðma, muna að hósta í olnbogabót, spritta sig! Mikilvægt er að halda sig heima ef þú finnur fyrir einhverjum einkennum þótt væg séu. Þessar hertu reglur gilda út 13. ágúst. Við látum strax vita ef þær hafa einhver áhrif á skólabyrjunina en skólinn hefst með dagskrá fyrir nýnema þann 17. ágúst og kennsla skv. stundaskrá hefst þriðjudaginn 18. ágúst.

Ekkert fát en sýnum gát!

Skólameistari

Innritun í FVA fyrir haustönn 2020 er lokið. Alls voru 124 nemendur úr 10. bekk innritaðir í skólann á mismunandi brautir. Þar af eru 7 nemendur skráðir á starfsbraut, 7 í húsasmíði, 6 í málmiðngreinar og 19 á rafvirkjabraut. Fullt er í dreifnám í húsasmíði og á sjúkraliðabraut en þar hafa rúmlega 60 manns fengið inni. Samanlagður fjöldi nemenda í skólanum í dag er 539. Greiðsluseðlar vegna skólagjalda birtast fljótlega í heimabanka.

Please publish modules in offcanvas position.