Nú rétt í þessu lauk formlega dagskrá fyrstu Femínistaviku FVA, en í vikunni hefur Femínistafélagið Bríet boðið upp á daglega viðburði sem tengjast feminískum málefnum, eins og áður hefur komið fram. Í dag lauk dagskránni þegar Gyða Bentsdóttir, kennari við FVA, ávarpaði nemendur á sal og gaf þeim góð ráð varðandi það hvert þau geta leitað til ef þau hafa lent í kynferðislegu ofbeldi. Benti hún þeim á Stígamót, Írisi hjúkrunarfræðing, Guðrúnu námsráðgjafa og fleiri færar leiðir. Gyða færði síðan formönnum Bríetar, Hönnu Louisu Guðnadóttur, Jófríði Ísdísi Skaftadóttur og Aðalheiði Fríðu Hákonardóttur, rós sem þakklætisvott en þær hafa borið hitann og þungan af skipulagningu og framkvæmd femínistavikunnar. Á meðfylgjandi mynd má sjá Hönnu, Gyðu og Aðalheiði með rósirnar, en Gyða ber rós Jófríðar.

Að sögn fulltrúa Bríetar hafa viðburðir vikunnar greinilega vakið fólk til umhugsunar því til þeirra streyma ótal fyrirspurnir, skilaboð og þakklætiskveðjur fyrir framtakið.

Í þessari viku stendur femínistafélagið Bríet fyrir femínistaviku í FVA og eru ýmsir viðburðir á dagskrá af því tilefni. Í dag bauð Bríet upp á hádegisfyrirlestur á sal skólans en þar kynnti fulltrúi frá ungmennaráði UN Women starfsemi samtakanna á Íslandi og á heimsvísu.

Af fleiri viðburðum vikunnar má nefna fyrirlestur Hönnu Bjargar Vilhjálmsdóttur á morgun þriðjudag kl. 9:15 um lítil brjóst og loðnar píkur og á miðvikudaginn er kennslufall kl. 11:30 vegna fyrirlesturs um Karlmennskuna. Á fimmtudaginn kl. 12:30 sér femínistafélagið Bríet um upplestur á frásögnum og umræðu um #metoo í FVA og nauðgunarmenningu. Allir viðburðirnir fara fram í matsalnum og eru nemendur og starfsfólk skólans hvatt til að mæta.

Bríet á Facebook.

Í dag fengu nemendur í lífsleikni kynningu frá Ástráði sem er verkefni á vegum Félags læknanema við Háskóla Íslands. Ástráður sinnir kynfræðslu í öllum framhaldsskólum landsins, grunnskólum og víðar með það að marki að auka kynheilbrigði, fækka kynsjúkdómum og ótímabærum þungunum. Við þökkum Ástráði kærlega fyrir heimsóknina og bendum á að hægt er að fylgja Ástráði á Facebook og einnig á Instragram: @kynfraedsla.

Í dag var hið árlega Skammhlaup haldið í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Þann dag fellur öll hefðbundin kennsla niður en nemendum skipt í lið sem keppa sín á milli í hinum ýmsu greinum. Dagurinn hófst með því að liðin söfnuðust saman fyrir framan skólann og gengu fylktu liði að íþróttahúsinu Vesturgötu þar sem liðakeppni hófst í ýmsum þekktum og óþekktum greinum t.a.m. limbói, reiptogi, ullarsokkaboðhlaupi og stígvélasparki.

Hið árlega þrekmót framhaldsskólanna var haldið í Digranesi laugardaginn 27. október. Þetta er í fjórða sinn sem mótið er haldið og að vanda var keppt um titilinn hraustasti framhaldsskóli landsins. Fyrir hönd Fjölbrautaskóla Vesturlands kepptu þau Hrönn Eyjólfsdóttir, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir, Gylfi Karlsson og Karl Ívar Alfreðsson og lentu þau í þriðja sæti á mótinu.

Please publish modules in offcanvas position.