Fyrirlestur um umhverfi, skipulag og lýðheilsu.

Í gær bauð Fjölbrautaskóli Vesturlands, LbhÍ og Akraneskaupstaður upp á opinn fyrirlestur um umhverfi, skipulag og lýðheilsu.  Fjallað var um undirstöðuatriði heilbrigðis og helstu áhættuþætti og sjúkdóma sem skerða mest lífslíkur og lífsgæði á Íslandi, og um samband umhverfis og félagslegra áhrifaþátta fyrir heilsu og líðan, svo og umhverfi og andlega líðan.  Fyrirlesarar voru Ludvig Guðmundsson læknir á Reykjalundi og Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði.

Sólveig Rún Samúelsdóttir afreksnemi hlaut styrk frá HÍ

Sólveig Rún Samúelsdóttir er fyrrum nemandi FVA.  Sólveig brautskráðist frá Fjölbrautaskóla Vesturlands haustið 2013 og var þá dúx skólans. Á námsárunum var hún afar virk í félagslífi skólans og sat m.a. í stjórn nemendafélagsins ásamt því að taka þátt í leiksýningu á vegum þess. Sólveig hefur starfað með Björgunarfélagi Akraness frá því árið 2008 og látið til sín taka í stjórnmálum á Akranesi. Eftir stúdentspróf tók hún sér rúmlega árshlé frá námi sem hún nýtti til sjálfboðastarfa í Afríku.  Myndin er fengin af vef HÍ

Myndlistarsýning

Þorvaldur Arnar Guðmundsson opnaði myndlistarsýningu í Bókasafni Akraness sl. föstudag. Þorvaldur er fyrrum nemandi okkar á starfsbraut FVA en hann útskrifaðist í maí síðastliðnum. Þorvaldur komst inn í diplómanám í Myndlistaskóla Reykjavíkur, einn af tólf nemendum, og hefur þar nám nú í haust. 

Fyrirlestur

 

Nýnemadagur - ferð í Fannahlíð og Langasandssprell

Þann 26. ágúst síðastliðinn fóru nýnemar með rútum í Fannahlíð. Þar var farið í leiki og grillaðar pylsur. Nýnemar kusu fulltrúa sinn í stjórn nemendafélagsins. Það var Einar Björn Þorgrímsson sem hlaut flest atkvæði.  Eftir að komið var til baka úr Fannahlíð fóru þeir sem vildu á Langasand og gerðu æfingar undir stjórn eldri nemenda. 

Þingmenn Norðvesturkjördæmis í heimsókn

 

Elsa Lára Arnardóttir og Ásmundur Einar Daðason þingmenn Norðvesturkjördæmis heimsóttu FVA föstudaginn 21. ágúst.  Elsa Lára og Ásmundur Daði hittu starfsfólk og nemendur skólans og fræddust um starfsemi hans.

Skólasetning

Þann 18. ágúst var skólinn settur og tekið var á móti nýnemum á sal skólans. Að skólasetningu lokinni hittu nýnemar umsjónarkennara sína og fóru í ratleik sem jafnframt var fræðsla um skólann.  Vinningshafar ratleiksins voru Marvin Daði Ægisson, Margrét Ingólfsdóttir, Svandís Karlsdóttir og Sandra Ósk Alfreðsdóttir.  Eftir ratleikinn var nýnemum boðinn hádegisverður í mötuneyti skólans.

 

Kynningarfundur um nám með vinnu

Föstudaginn 21. ágúst verður kynningarfundur um nám með vinnu kl. 17:00.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00