Dimission - lokahóf útskriftarnema

Í dag er lokahóf útskriftarnema (dimission). Hópurinn sem útskrifast í lok annar bauð starfsfólki skólans í morgunmat klukkan átta. Í síðasta tíma fyrir hádegi var svo skemmtun á sal. Eftir hádegi fór hópurinn í óvissuferð og gleðskap dagsins lýkur svo með dansleik nemendafélagsins í Gamla Kaupfélaginu. Fleiri myndir eru á Facebook síðu skólans.

 

Úrslit stjórnarkjörs í nemendafélaginu

Aðalfundur nemendafélagsins var haldinn í hádeginu í dag. Í lok fundar voru úrslit stjórnarkjörs kynnt. Formaður fyrir næsta skólaár var kjörinn Jón Hjörvar Valgarðsson. Með honum í stjórn verða Einar Björn Þorgrímsson, Bjarki Aron Sigurðsson, Hrafnhildur Arín Sigfúsdóttir, Brynja Rún Björnsdóttir, Ólafur Valur Sigurðarson og einn úr hópi nýnema sem kjörinn verður í ágúst. Varamaður í stjórn var kjörin Stefanía Berg Steinarsdóttir. Að loknum aðalfundi bauð nemendafélagið upp á pylsur.

 

Sumarleiga á heimavist

Eggert Hjelm Herbertsson hefur tekið á leigu heimavist Fjölbrautaskóla Vesturlands sumarið 2016. Eggert rekur einnig gistiheimili í Kirkjuhvoli og í gamla Apotekinu á Suðurgötu.

Jarðfræðiferð

Þann 22. apríl fóru nemendur í jarðfræði í ferð um Melasveit og þaðan vestur á Snæfellsnes ásamt kennara sínum Finnboga Rögnvaldssyni. Fleiri myndir úr ferðinni eru á Facebook síðu skólans.

Hæfileikakeppni starfsbrauta 2016

Hæfileikakeppni starfsbrauta 2016 fór fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Keflavík fimmtudagskvöldið 14. apríl síðastliðinn. Starfsbraut FVA hafnaði í fyrsta sæti með frumsamið lag. Vinningsahafarnir tóku lagið á sal skólans í hádeginu í dag og Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari færði þeim gjöf fyrir hönd skólans. Við óskum þeim innilega til hamingju.

 
 
 

Tæknimessa

Í gær 14. apríl var haldin Tæknimessa hér í skólanum. Markmið Tæknimessunnar var að grunnskólanemendur kynnist iðnfyrirtækjum á Vesturlandi og hversu miklir möguleikar eru á góðum störfum innan atvinnugreinarinnar og hvaða iðnnám er í boði við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Á Tæknimessunni voru iðnfyrirtæki í bygginga- og mannvirkjagreinum, málm- og véltæknigreinum, rafiðngreinum og bíliðngreinum á Vesturlandi auk verknámskennara og nemenda FVA. Tæknimessan hófst kl. 10 og stóð til kl. 15. Meðal þeirra sem voru með kynningu voru Blikksmiðja Guðmundar, Elkem, HB Grandi, Héðinn, Límtré Vírnet, Norðurál, Iðan fræðslusetur, Marel, Samtök iðnaðarins, Skaginn hf. og Þorgeir & Ellert hf., SPARK (kappakstursbíll Team Spark), Stálsmiðjan Framtak, Trésmiðjan Akur ehf., Veitur, MT Höjgaard, og fl. Um 650 grunnskólanemendur voru á Tæknimessunni. Sjá fleiri myndir á Facebook síðu skólans.

 

 

Tæknimessa í FVA

Tæknimessa verður haldin í FVA fimmtudaginn 14. apríl fyrir alla nemendur í 8. 9. og 10. bekk á Vesturlandi.

Lesa meira...

Fva í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna

Jóna Alla Axelsdóttir nemandi FVA lenti í öðru sæti í Söngkeppni framhaldsskólanna ásamt Ara Jónssyni nemenda í MK. Við óskum þeim innilega til hamingju.

Lesa meira...

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00