Sumarfrí

Skrifstofa skólans verður lokuð frá 22. júní vegna sumarleyfa starfsfólks.

Opnum aftur 4. ágúst kl. 10:00.

Gleðilegt sumar.

Sveinspróf í húsasmíði

Nú í júníbyrjun þreyttu fimm af nemendum Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi sveinspróf í húsasmíði, þeir eru Bartosz Bielski, Hlynur Kárason, Stefán Helgi Einarsson,Sæþór Sindri Kristinsson og Ögmundur Sveinsson. Þeir náðu góðum árangri bæði á skriflega- og verklega hluta prófsins. Prófstykkið var vinnutrappa, stjórnendur og kennarar skólans óska þeim til hamingju með áfangann.

Sveinsstykkið

Kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA vel sóttur

Kynning á afreksíþróttasviði FVA var vel sótt og greinilega mikill áhugi fyrir þessu sviði. Fróðlegt var að heyra Guðrúnu Valdísi segja frá sinni reynslu og upplifun sem íþróttanemanda í bandaríkjunum. Hér má nálgast umsóknareyðublað fyrir afreksíþróttasvið FVA, umsóknarfresturinn er til 12. júní nk. Hér á vef ÍA má nálgast kynningarefni frá fundinum

Kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA

Þriðjudaginn 9. júní nk. kl. 20:00 verður opinn kynningarfundur um afreksíþróttasvið FVA í Íþróttamiðstöðinni á Jaðarsbökkum. Fundurinn er einkum ætlaður þeim nemendum sem eru að ljúka 10. bekk eða eru búin með 1 ár í FVA. Kynnt verða helstu atriði afreksíþróttasviðsins og einnig mun Guðrún Valdís Jónsdóttir, íþróttanemandi við Princetonháskóla, koma og segja frá sinni reynslu. Hvetjum alla áhugasama til að mæta. Umsóknarfrestur á afreksíþróttasviðið er 12. júní nk. Allar nánari upplýsingar um afreksíþróttasviðið veitir Hafliði Guðjónsson, sími 690 3009, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Brautskráning og skólaslit 23. maí 2015

Laugardaginn 23. maí síðastliðinn voru 56 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Athöfnin fór fram á sal skólans og hófst klukkan 14. Dröfn Viðarsdóttir áfangastjóri flutti annál vorannar 2015 og Guðmundur Brynjar Júlíusson nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd útskriftarnema. Benedikta Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2015.

Fyrir athöfnina spiluðu Aðalsteinn Bjarni Valsson, Nikulás Marel Ragnarsson og Sindri Snær Alfreðsson nemendur við skólann, nokkur lög. Aðrir tónlistarmenn sem komu fram voru Heiðmar Eyjólfsson og Sigrún Ágústa Helgudóttir nýstúdentar. 

Fyrir athöfnina tóku Guðni Hannesson og Ágústa Friðriksdóttir mynd af hópnum

Við athöfnina fékk Arnar Freyr Sævarsson, sem útskrifaðist með stúdentspróf af náttúrufræðibraut á haustönn 2014, verðlaun fyrir framúrskarandi námsárangur í raungreinum úr sjóði Guðmundar P. Bjarnasonar.

Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti námsstyrk Akraneskaupstaðar. Námsstyrkurinn skiptist að þessu sinni jafnt milli tveggja nemenda. Þeir eru Eyrún Eiðsdóttir sem lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut og fékk jafnframt viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á haustönn 2014 og Benedikta Haraldsdóttir sem lauk stúdentsprófi af málabraut og fékk einnig viðurkenningu skólans fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2015.

Nokkrir útskriftarnemar fengu verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og störf að félags- og menningarmálum. Nöfn þeirra sem gáfu verðlaun eru innan sviga.

 • Arnar Freyr Sigurðsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Arnór Bjarki Grétarsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Benedikta Haraldsdóttir fyrir bestan árangur á stúdentsprófi á vorönn 2015 (Fjölbrautaskóli Vesturlands), fyrir ágætan árangur í erlendum tungumálum (Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda við Háskóla Íslands), ágætan árangur í frönsku (Soroptimistasystur á Akranesi), ágætan árangur í þýsku (þýska sendiráðið), ágætan árangur í dönsku (danska sendiráðið) og fyrir ágætan árangur í íslensku (Penninn Eymundsson á Akranesi)
 • Bjarni Tómas Helgason fyrir ágætan árangur í verklegum greinum (Katla Hallsdóttir og Ína Dóra Ástríðardóttir)
 • Guðmundur Rafnar Óskarsson fyrir ágætan árangur í sérgreinum á námsbraut í bygginga- og mannvirkjagreinum (Verkalýðsfélag Akraness)
 • Guðný Hulda Valdimarsdóttir fyrir ágætan árangur í efnafræði (Elkem Ísland)
 • Hallur Freyr Sigurbjörnsson fyrir ágætan árangur í dönsku (danska sendiráðið)
 • Heiðmar Eyjólfsson fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Sigríður Helga Sigfúsdóttir fékk hvatningarverðlaun til áframhaldandi náms og viðurkenningu fyrir persónulegar framfarir í námi (Zontaklúbbur Borgarfjarðar)
 • Sigríður Eva Þorsteinsdóttir fyrir ágætan árangur í þýsku (þýska sendiráðið)
 • Sigrún Ágústa Helgudóttir fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Steinar Bjarki Marinósson fyrir framúrskarandi árangur í stýringum (VS Tölvuþjónusta)
 • Vilborg Júlía Pétursdóttir fyrir ágætan árangur í dönsku (danska sendiráðið), ágætan árangur í íþróttum (Omnis), ágætan árangur í líffræði (Skaginn og Þorgeir & Ellert), ágætan árangur í efnafræði (Norðurál) og fyrir ágætan árangur í raungreinum (Gámaþjónusta Vesturlands)
 • Þorri Líndal Guðnason fyrir störf að félags- og menningarmálum (Minningarsjóður Karls Kristins Kristjánssonar)
 • Þorvaldur Arnar Guðmundsson fyrir góðan námsárangur á starfsbraut (Meitill og GT Tækni) og fyrir ágætan árangur í íþróttum (Rótarýklúbbur Akraness)

Ágústa Elín Ingþórsdóttir skólameistari ávarpaði útskriftarnemendur í lokin og óskaði þeim gæfu og velfarnaðar. Síðan risu gestir úr sætum og sungu saman ljóð Steingríms Thorsteinssonar, Nú er sumar.

Listi yfir útskriftarnemendur
Tafla sem sýnir hvernig útskriftarnemendur skiptast á námsbrautir
Fleiri myndir á Facebook síðu skólans

Afreksíþróttasvið

Afreksíþróttasvið FVA er fyrir nemendur sem vilja stunda sína íþrótt með álagi afreksmanna samhliða krefjandi námi til stúdentsprófs. Sviðið er hugsað fyrir nemendur sem hafa stundað afreksíþróttir í töluverðan tíma og vilja hafa aukið svigrúm til að stunda íþrótt sína. Frestur til að skila inn umsóknum á afreksíþróttasvið FVA rennur út þann 10. júní. Nánari upplýsingar um námið og umsóknareyðublað er að finna hér og á skrifstofu skólans.

Brautskráning og skólaslit

Fjölbrautaskóla Vesturlands verður slitið og nemendur brautskráðir laugardaginn 23. maí. Athöfnin fer fram á sal skólans og hefst klukkan 14. Útskriftarnemar eiga að mæta klukkan 12. 

Prófsýning klukkan 11 til 12 á þriðjudag

Á morgun þriðjudag verður prófsýning milli klukkan 11 og 12. Þá gefst nemendum kostur á að skoða prófúrlausnir sínar með kennara og fá skýringar á einkunnagjöf.

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00