Fyrirlestur

Í gærmorgun var Samgöngustofa með erindi á sal FVA fyrir nýnema skólans um umferðarmenningu. Einnig var flutt stutt innlegg um ölvunarakstur og nemendum gafst kostur á að prófa Fatal Vision ölvunargleraugu.

Forseti Íslands í heimsókn í FVA

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti nemendur og starfsfólk FVA í dag í tilefni forvarnardagsins. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands á hverju ári. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forsetinn ræddi við nemendur í sal skólans og horfði með þeim á myndband. Skessuhorn.is/Guðný Ruth Þorfinnsdóttir

 

Jarðfræðiferð

Þann 25. september fóru nemendur í jarðfræði (JAR103) í ferð ásamt kennara sínum Finnboga Rögnvaldssyni.  Fleiri myndir úr ferðinni eru á Facebook síðu skólans.

FVA í öðru sæti í Hjólum í skólann 2015

Hjólum í skólann var haldið í þriðja sinn í ár dagana 9. – 22. september. Alls tóku 19 framhaldsskólar þátt í ár. Þátttakendur voru alls 481 og hjólaðir voru 55.311 km eða 41,31 hringir í kringum Ísland. Ferðamáti þátttakenda skiptist svona: hjólað 20,8%, strætó/gengið 8,9%, ganga 7,0%, strætó/hjólað 61,3%, hlaup 1,9%, annað 0,1% og línuskautar 0%.

Það voru alls sjö skólar skráðir til leiks í flokki skóla með 400 – 999 nemendur og starfsmenn. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ sigraði þann flokk, FVA endaði í öðru sæti og í þriðja sæti varð Fjölbrautaskóli Norðurlands Vestra

Evrópski tungumáladagurinn

Tungumálatréð - þemaverkefni unnið af nemendum og kennurum í erlendum tungumálum í tilefni af Evrópska Tungumáladeginum sem haldinn er 26.september ár hvert.  Tréð laufgaðist jafnt og þétt alla vikuna með setningum, málsháttum o. fl. á dönsku, ensku, spænsku og þýsku.  Nemendur og starfsmenn skólans eru hvattir til þess að kíkja á tréð og læra nokkra frasa.

Verklegur tími í efnafræði

Fyrirlestur um flóttamannamál

Þann 15. september síðastliðinn hélt Anna Lára Steindal fyrirlestur á sal skólans um málefni flóttamanna og hversu brýnt hagsmunamál það er fyrir alla að framkvæmd í málefnum flóttamanna og innflytjenda á Íslandi sé réttlát, sanngjörn og mannúðleg.  Á næstu dögum kemur út bók eftir Önnu Láru sem ber heitið Undir fíkjutré - saga af trú, von og kærleika.  Þar er sögð saga flóttamannsins Ibrahems Faraj.

Aðalfundur foreldraráðs

Aðalfundur foreldraráðs FVA var haldinn á sal skólans í gærkvöldi. Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf. Úrsúla Ásgrímsdóttir var kosin formaður foreldraráðsins.  Að fundi loknum, gafst fundargestum kostur á að ræða við skólastjórnendur og námsráðgjafa og foreldrar nýnema, sem luku tíunda bekk í vor, hittu umsjónar­kennara barna sinna.

 

 Fjölbrautaskóli Vesturlands Akranesi | Vogabraut 5 | Sími: 433-2500 | skrifstofa(hjá)fva.is 
Kennitala: 681178-0239 | Opnunartími skrifstofu virka daga: 8:00-12:30 og 13:00-15:00